Sökkvi mér annað slagið ofan í ferðaáætlun FÍ þó hún sé ekki einusinni komin almennilega út ennþá. Kemur ekki á pappír fyrr en eftir 20. jan en er komin í aðalatriðum á netið.
Látrabjarg, Rauðisandur, Hornstrandir, Hlöðuvík, Héðinsfjörður og Laugavegurinn, úrvalið er nóg en ég verð víst að takmarka mig við líkamlega getu.
Ég er komin langt fram úr sjálfri mér í ferðaplönum sumarsins og ekki nóg með það ég reyni að spila með alla í kringum mig og fá þá með í ferðir. Meira að segja gömlu hjónin fá ekki frið fyrir ábendingum um að þau ,,gætu nú alveg farið í þessa" ,, sleppa bara erfiðustu göngunum" og vinkona á Nesinu sem er með veiruna þó hún hafi legið að mestu niðri hingað til spurði reyndar eftir lesturinn hjá mér ,,er þetta svona hjásofelsi eins og í Landmannalaugum".
Nappaði henni nfl. með í Landmannalaugar eina helgi í sumar þó það væru vöflur á henni að sofa í svona skála þar sem bláókunnugt fók lá hlið við hlið í löngum runum og hraut í kór lét hún sig hafa það.
Sjúkraliðann þarf ekkert að spila með hún er sjálftrekkjandi spiladós og auðvitað verður ekki farið í neina ferð nema sem við komumst báðar í, hinir fylgifiskarnir eru aukaatriði.
Er sem sagt að tapa mér í að skoða framboð af námskeiðum og framboð af sumarleyfisferðum, framboð af dagsferðum og svo er það föstudagskvöldið, ef það skyldi nú vera framboð af einhverju.... .
Tapa ég mér þá í því líka?
3 ummæli:
Ég er ekki búin að komast að niðurstöðu með föstudagskvöldið. Kann ég við að fara á þorrablót hjá sértrúarsöfnuði ef þessi aðili sem hefur ,,tekið" okkur með verður kannski ekki á landinu eða fer maður bara og segir ég er gestur hjá X..... en hann komst ekki?
En hvað sem því líður þá er hægt að gera hundrað hluti á föstudagskvöldi í henni Reykjavík.
Hvernig líst þér á það?
Heyrðu þessi var nokkuð góður ,,að vita þegar þú veist hvert við förum"
Á ég að leyfa þér að hafa eitthvað að segja um það líka?
ahah. Ef þú kemst á Evrest kemst ég líka svo ekki vera með neinar óskir sem þú ert ekki tilbúin að standa við.
Eigum við ekki bara að koma mað Tölvunarfræðingnum til Afríku? Kostar ekki nema 200þús ferðin.
Skrifa ummæli