16. janúar 2005

Dagurinn í dag liðinn

og ég stóð nokkurnveginn við það sem ég var jafnvel að hugsa um að gera í morgun.
Sjúkraliðinn var bara nokkuð hress eftir vinnutörnina og stúderaði grænmetisátsprógrammið af miklum móð en ég man það núna að ég ætlaði að skoða eitt skólaverkefni hjá henni. Fór að fylgjast með fjandans sjónvarpinu og þar rauk tími og heilbrigð hugsun út í veður og vind.
Froskurinn stækkar þó ég viti ekki af hverju, ekki vildi hann borða ormana sem ég var að bjóða honum af góðmennsku minni. Ég hef eigandann alltaf grunaðann um að hugsa ekki nóg um greyið, ekki síst þegar hún vinnur 24 tíma vaktir.
Við bíðum eftir vorinu ég og froskurinn, þá fara flugurnar á kreik og ég er búin að lofa honum að fylla krukkuna hans af flugum sem hann getur skemmt sér við að elta um búrið. (eða þannig) Hann er aftur á móti búinn að lofa mér þvi að ef það koma grænar pöddur á blómin mín aftur ætlar hann að taka að sér að halda þeim í skefjum.




Norðurströnd

Blik um fjörðinn og blik í ánum.
Blærinn var saltur. Hjá rekatrjánum
lognaldan svaf í sölvum og þangi.
Síðdegis skin. Ég var einn á gangi.

Brimill hvíldist á blökkum hleinum.
Hann bærðist ekki! Og fast hjá, úr leynum
fékk ég örstund í augum hans grunað
öldunnar mýkt og djúpsins unað.


Hannes Pétursson


Engin ummæli: