Heyrt á ferðalagi.
______________
Kona: ,,Ég á vinkonu, sko bestu vinkonu sem ég heimsæki mjööög oft"
Karl: ,,Já."
Kona: Ég nefnilega heimsæki hana oft en stoppa stutt til þess að hún komi ekki í heimsók til mín"
Karl: ,,.."
Kona: ,,Sko sjáðu til þegar hún kemur í kaffi stoppar hún lengi, alltof lengi. Hún getur setið í átta tíma Og hvað á ég að gera, ég meina, þetta er besta vinkona mín. En hún situr bara í kaffi í marga tíma. Og þá bara passa ég mig á að heimsækja hana svo oft að hún hafi ekki tíma til að heimsækja mig. Já ég veit það en hvað á ég að bera þetta er BESTA vinkona mín. Ég bara get ekki haft hana svona lengi í kaffi.
-----------
Þannig voru þau orð og núna nota ég þennan mælikvarða á samskipti mín við vinkonurnar.
Meðan þær detta ekki inn í tíma og ótíma í kaffi er mér óhætt að sitja jafn lengi eða lengur hjá í kaffi hjá þeim en ég geri núna.
Ég ætti eiginlega að athuga þanþolið hjá þeim, þær verða búnar að fá nóg ef þær fara að kíkja við á hverjum degi.
Nema þær séu svo hreinskilnar að segja bara ,,Hafrún, nú verður þú að fara heim að sofa", þá færi mesta spennan af þessari tilraun!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli