9. janúar 2005

Prjóna - lesa

Var byrjuð að lesa ,,Skáldð sem sólin kyssti", fyrstu kaflarnir lofðu góðu en svo greip ég bandaríska glæpasögu sem lá á stofuborðinu og ætlaði að kíkja á einn eða tvo kafla. Hætti tæpum sex klukkutímum síðar um miðja nótt þegar ég lauk vð síðustu blaðsíðuna. Reyndar heitir þessi seinni ,,Skáldið" en fyrir utan titilinn er ekkert sameiginlegt með þeim.
Silja og Guðmundurd Böðvarsson hafa verði í biðstöðu síðan ég sveik lit og ekkert útlit fyrir að þeirri bið ljúki strax. Ég tók nefnilega upp prjónana í kvöld, þeir voru búnir að vera í biðstöðu frá þvi í október en eru af einhverjum ástæðum gífurlega spennandi núna.
,,Skáldið sem sólin kyssti" þyrfti að vera til á hljóðbók!
Fann það í kvöld að ég hefði viljað sinna prjónunum mínum og hlusta á Silju lesa ævisögu Guðmundar Böðvarssonar á meðan. Nú eða einhvern annan því þó Silja sé náttúrlega frábær lesari þá skyldi ég sætta mig við minna ef einhver vildi koma og lesa fyrir mig á meðan ég prjóna.




,,Prjónales" hvaðan kemur þetta orð?

Engin ummæli: