11. janúar 2005

Grannar

Góðir nágrannar eru ómissandi. Nágrannar sem hafa partý á mánudagskvöldum með tilheyrandi hávaða og látum beint yfir svefnherberginu hjá manni. Eða við hliðina á því.
Líka frábært að vakna upp nýsofnaður í miðri viku við hljóð og vein eins og það sé verið að misþyrma einhverjum. Hrökkva upp og halda að nágranninn sé að breyta vananum og garga á krakkana um miðja nótt en ekki milli sjö og átta á morgnana. Ég komst að þeirri niðurstöðu eftir eina svona nótt milli jóla og nýjárs að íbúarnir við hliðina hefðu fengi ,,Stuðtækið" í jólagjöf. Ef ekki er ég ekki viss um að ég vilji vita hvað þau voru að dunda sér við. Ég hef ekki heyrt að það sé saknað neinna katta í hverfinu en ég hefði verið til í að gefa þeim stuð klukkan 6 eða 7 um morguninn þegar þeir voru nýsofnaðir. Krakkagerinu við hliðina sko ekki köttunum.
Ég er ævarandi þakklát fyrir að hafa bara nágranna á tvær hliðar, það hefði getað verið verra.

Engin ummæli: