8. janúar 2005

Bókin með svörin

Ég rakst á Bókina með svörin á borðinu og fletti upp í henni af handahófi. ,,Sættu þig við að breytt verði út af vananum" sagði hún.
Ég fór að leita að spurningu sem þetta svar passaði við og tókst það næstum því.
Ætli það sé í eðli allra að finna eitthvað sem passar við svörum við óspurðum spurningum?
Hömumst við að leita að einhverjum persónueinkennum sem eiga við lýsinugna á stjörnumerkinu okkar. Finnum með öllum ráðum eitthvað sem passar við ,,hvað segja stjörnurnar um þig á nýju ári". Hringjum í miðla í beinni, nú eða óbeinni og leggjum okkur öll fram við að finna einhvern eða eitthvað sem passar við óljósa og almenna lýsingu á þeim sem hefur ,,samband" eða þvi sem hrjáði einhvern einhverntíma!
Ég reyndi ósjálfrátt að finna eitthvað sem passaði við svarið sem ég fékk en áttaði mig svo á að ég hef aldrei verið í vandræðum með að breyta út af vananum. Kannski er það orðinn vani hjá mér að breyta svo ég verði ekki vanaföst og þurfi þess vegna að breyta því og verða vanaföst.

Um að gera að snúa þessu í nógu marga hringi þangað til svarið passar við eitthvað.

Eru annars einhver vani sem ég þarf að sætta mig við að þurfi að breyta?

Engin ummæli: