4. janúar 2005

Framboð af námskeiðum

Það er óhóflegt framboð á námskeiðum þessa dagana.
Sá skrautlega bæklinga innan við bréfalúguna hjá mér í dag og hugsaði ,,hvað er nú hægt að auglýsa? Ekki flugelda og ekki jól!" og þá kveikti ég á perunni. ,,Auðvitað er verið að auglýsa útsölurnar."
Og svooo sá ég námskeiðsauglýsingarnar líka og þær freista mín meira en útsölurnar.
Myndlistarskóli Kópavogs: ég þorði ekki að opna bæklinginn.
Endurmenntun HÍ: sem betur fer er ekki latínunámskeiði sem mig langað á á vorönninni.
Akaido: Hef ekki efni á að endurnýja kortið í ræktinni og fara á námskeið í Akaido líka.
Kvöldskóli Kópavogs: Bæklingurinn ekki kominn en ég veit að mig langar á námskeið í þjóðbúningasaumi.
Mímir: Bæklingurinn ekki kominn en ég veit hvað verður í honum og mig langar á umþb. 50% af því.
Enskuskólinn: Hringdi þangað og pantaði mér tíma í viðtal. Er búin að ætla að fara og betrumbæta enskuna í mörg ár. Kostar bara 26500. Gæti reyndar keypt mér slatta af gjaldeyri fyrir það.
Námsflokkar Reykjavíkur: Skopmyndateikning, það er bara sárt að sleppa henni eitt árið enn.
Og fleira og fleira og ....
Mig vantar áttunda og níunda daginn í vikuna og nokkra þúsundkalla auka á mánuði.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá, fegin er ég að búa ekki við svona fjölbreytt úrval námskeiða. Líklega yrði ég aldrei heima hjá mér :)

HarpaE