12. janúar 2005

Að eiga val.

Ég þurfti að láta minna mig á að ég á alltaf val. Ég þarf bara að muna eftir því annað slagði. Til dæmis get ég valið um að vaka með nágrönnum mínum og hlusta á misjafnlega skemmtilega samkvæmisleiki hjá þeim eða nota eyrnatappa og sofa. Val um gremju eða nætursvefn. Erfitt!
Ég er búin að ná í eyrnatappa og stilla þeim upp á náttborðið hjá mér. Þeir verða við hendina framvegis þó nágrannarnir séu greinilega hættir að skemmta sér og mér í bili þá er aldrei að vita hvað sú dýrðin stendur lengi og ég veit af reynslunni að ég nenni ekki fram úr um miðja nótt til að leita mér að hljóðdeyfi.
Alveg finnst mér ómissandi þetta fólk sem minnir mig á það sem mér hættir við að gleyma og sýnir mér nýjar hliðar á svo mörgum málum.
Og í tilefni af því ætla ég ekki í ræktina í fyrramálið, ekki af því ég er búin að vaka of lengi heldur af því mig langar ekki til þess.


1 ummæli:

Hafrún sagði...

Ef gisting hjá þér er valkostur lika þá verð ég ekki vandræðum framvegis þegar nágrannarnir fara að verða með hávaða.
Verst að ég nenni bara ekki að fara á fætur um miðjar nætur til að flýja úr húsinu.
En í alvöru talað er þetta kannski ekkert voðalega slæmt, ég næ yfirleitt að sofana aftur eftir einn tíma eða svo. Eða nokkra hálftíma.
Mér finnst bara fólk eigi að vera með læti um helgar þá get ég sofið á daginn ef ég næ ekki að sofa á nóttinni.

En ég á samt val, hvort mér finnst það bágborið eða ekki. Ekki satt?
Val um að láta þetta ergja mig á nóttinni eða ekki.
Mín líða, mín ábyrgð ekki nágrannanna.