15. janúar 2005

Tíminn líður

og bráðum kominn apríl eða hvað.
Allavega bráðum kominn mánudagur og þá byrjar enskunámskeiðið sem ég skráði mig á.
Gat ekki sleppt þvi að fara á námskeið og þó ég hafi verið búin að lofa því hátíðlega að næsta námskeið sem ég færi á yrði bara leikaraskapur sem nýttist mér ekki á neinn hátt þá tókst mér ekki að standa við það frekar en önnur loforð.
Enskunámskeiðið nýtist mér! Ég er alltaf að svara í helv. símann í vinnunni og það háir mér hvað enskukunnáttan er lítil. Reyndar kæmi sér ágættlega að geta talað norsku, dönsku og sænsku líka en ég er búin að komast að því að í staðinn fyrir samnorrænuna bjargast þetta allt með enskunni. Nema blessaðir færeyingarnir, þeir bjarga sér yfirleitt á íslensku.
Svo enska var það heillin og við æfum okkur í London í apríl þegar námskeiðið verður búið.

Frétti af teningunum sem ég kastaði. Ég held bara að ég sjái til hvort þeir rúlla ekki áfram, það var ekki að koma upp tala sem mér líst á.

Tölvunarfræðingurinn minn loksins vöknuð eftir jóla og áramótasvefninn og hamast við að taka til í SKÁPUNUM hjá sér.
Tínir allt dót sem hún er í vandræðum með á skrifborðið hjá mér og spyr hvað eigi að gera við það.
Steinasafnið hennar frá því fyrir mörgum árum í plastpoka, áratuga gömul kerti, 30 jólakort í pakka sem voru keypt til styrktar einhverju góðgerðarmálefni og verður aldrei skrifað á. Vísur sem amma hennar hefur sett saman fyrir hana áður en hún fór á skátamót og allir voru búinir að gleyma. Og fleira og fleira.

Svo eru góðu fréttirnar þær að þeim sem þykir vænt um mig hafa nú ennþá meira til að þykja vænt um. Hafa ekki haft svona mikið af mér í eina 18 mánuði. Synd að reyna að eyðileggja það en við sjáum nú til.



ÞAÐAN

Innst í því öllu sem gerist
öllu sem tekst þú í fang
heyrir þú stundirnar hverfa
heyrir þú klukkunnar gang.

Og þaðan mun þögnin koma -
þögnin og gleymskan öll
er hinzta mínútan hnígur
á hvarma þér, eins og mjöll.



Hannes Péturson


Engin ummæli: