30. júní 2004

Bara alls ekki. Finn enga leið til að setja inn linka og þó ég breyti einhverju í settings sé ég engar breytingar á síðunni. Held ég verði að leita annarstaðar.
Jú, jú, alltaf að paufast yfir lækinn eftir vatninu úr krananum.

En ljósi punkturinn í þessu öllu saman að ég fann garð í Garðabæ sem er svo fljótandi í allrahanda blómum sem ég má fá afleggjara af að ég hef af nógu að taka næstu árin. Og sá þar eina þá allra fallegustu lyngrós sem ég hef séð. Rúmlega mannhæða háa með STÓRUM ljósfjólu eða lillabláum blómklösum. Vá. Segi nú bara það.

Garðar, komment og tenglar

Ella segir mér að það sé ekki hægt að setja inn komment hérna. Ég prófaði. Þurfti að logga mig inn til þess. Þarf að skoða þetta betur. Ekki það að Ella þurfi neitt að vera að gagnrýna þetta. En hún segir mér að það sé vist hægt að setja inn krækjur hérna. (flott orð krækjur) en ég er ekki heldur buin að finna út úr því. Þarf að skoða það við tækifæri (þegar ég má vera að; lesist ,,sennilega aldrei")

Annars var ég að kíkja í garðinn ,,minn" í dag, hann er flottur, á þar hvíta þyrnirós er er þakin hvítum blómum. Hvítum einföldum blómum með gulum fræblum. Umm, hún er svo flott. Og náttúrulega hin blómin líka sem ég er búin að pota þar niður. Ég lendi í vandræðum ef húseigandinn ákveður að selja húsið því ég á ekkert í þessum garði, tók hann bara í fóstur.
Hann var búinn að vera í nærri 20 ára vanhirðu þegar og ég oft búin að hugsa um það hvað væri mikil skömm að þvi að taka hann ekki í gegn en fannst verkefnið svo risastórt og venjulegu fólki ofviða. Svo það var ekki fyrr en einn frændinn tók sig til og hreinsaði úr minnsta beðinu að ég fékk kjark til að halda áfrm. Það hefur mikið unnist síðan og reyndar stökusinnum fleiri komið að því en ég Á nú samt þenna garð.
Er að safna görðum. Fékk eða var skipað að pota niður blómum í smá beð bak við hús hjá dótturinni og svo má ég fara í sumarfríinu og skipuleggja einn stóóran garð austur á landi.
Er svona að spá í þessari áráttu að vilja vera að rótast í og skipuleggja annara manna garða! Ætti kannski að taka bara til í mínum garði held að það sé kominn tími á að planta einhverju út þar, friðarlilju kannski.
Ojæja, ætla nú samt að skreppa núna og skoða einn garð í Garðabæ og plokka upp þar nokkrar plöntur til að dreifa um landið.
En ætli ég láti það samt ekki vera að rótast í Ellu garði.

Stendur ekki annars einhverstaðar að vegurinn til Helvítis sé varðaður góðum áformum.

29. júní 2004

Þriðjudagur til þrautar

Einkennilegt hvað ég varð þreytt þegar vinnuvikan byrjaði. Hefði sennilega þurft að hvíla mig í viku til að jafna mig eftir sumarfríið.
Las það einhverstaðar að þriggja vikna frí væri lámark í einu. Fyrsta vika færi í að læra að vera í fríi, önnur færi í að njóta þess og sú þriðja færi í að venjast við að þyrfa að byrja að vinna aftur. Skv. þessu er náði ég bara því að átta mig á að ég væri í fríi.
Veit ekki hvort ég nenni í ræktina á morgun. Að lyfta; púff.

Var að hugsa um hunda. Vinkonur mínar hittu lítnn hund úti á götu um daginn. Þær mæðgur klöppuðu honum og spjölluðu við hann. Hann elti þær þegar þær fóru. Eigandinn kallaði á hann til sín og hann hljóp til hans. Þær heyrðu skammirnar í eigandanum og vælið og hljóðin í hundinum á eftir sér á göngunni. Þessi hundur mátti ekki hlaupa burt frá eigandanum og hann fékk líka að heyra það.
En samt fara hundarnir alltaf aftur til eigendanna. Sama hvað þeir eru teknir oft upp á hnakkadrambinu og hristir. Skammaðir. Hvers vegna? Kannski vorkenna þeir eigandanum halda að hann geti ekki staðið einn og óstuddur ef þeir koma ekki heim aftur. Eða kannski halda þeir að þeir geti ekki staðið einir og óstuddir sjálfir. Geta það reyndar ekki, ekki hægt að vera villihundur á Íslandi. Held samt ekki að það sé ástæðan.
Held að það sé skelfilegt að vera hundur og vera svona háður eigandanum.
Vil frekar vera köttur.
En man ekki lengur hvert ég var að fara með þessu hundtali. Of syfjuð fyrir meiri málalengingar.

Ættingjar

Búin að afkasta miklu í kvöld. Hitta tvær frænkur og eina dóttir og saman ákváðum við ættingjakaffi í tilefni af þvi að í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu afa míns. Notuðum tækifærið og notuðum það sem tilefni til að hóa saman liðinu. Búið að tala um það annað slagið í mörg ár. þ.e. svona eitthvað af þessu fólki sem hittist annað slagið. Suma hittir maður aldrei. Eða sjaldan.
Forðast að kalla þetta ættarmót svo ættingjakaffi er ,,vinnuheiti". Flott að hafa vinnuheiti.
Töldum 86 afkomendur þeirra ömmu og afa 84 á lífi ef ég gleymi engu. Er samt alltaf að gleyma einhverju. Allar upplýsingar eru með gleymskufyrirvara.
Það verður gaman að sjá hvað mæta margir. Spennandi..... Nei segi bara svona. Vonandi koma sem flestir.

Er ekki alveg búin að ákveða hvernig mér líkar þessi síða. Er að skoða hvernig á að koma myndum inn. Downlodaði einhverju forriti, eftir að læra á það. Má ekki vera að því!
Er annars búin að sjá að ég má ekki vera að neinu fyrir vinnunni. Ég þarf að gera fleiri hundruð og fimmtíu hluti og kem engu í verk af því að ég er alltaf að vinna. Kannski er það bara afsökun. Gæti verið búin að orkera helling í kvöld ef ég hefði ekki sest við tölvuna. Eða farið yfir örnefnalistann sem ég var byrjuð á. Eða farið að punkta hjá mér munnmæla sögur sem fylgja örnefnunum.
Er búin að komast að því að austfirðingar hafa ekki verið eins hjátrúarfullir og vestfirðingar gegnum aldirnar og þess vegna miklu minna af sögum af tröllum og álfum og öllu þessu sem tröllríður hverri hundaþúfu þarna á Ströndunum. Einstaka draugasaga er samt til. Og örnefnin og sögurnar tínast. Væri líka gaman að taka saman smá upplýsingar um ábúendur þarna heima. Jafnvel að vera búin að þvi fyrir ættingjakaffi grillpartýið í sumar.
Og svo þarf ég að ..... umhumm það er endalaus upptalning en á henni er reyndar að fara að sofa og einfaldast að koma þvi í verk. ...


27. júní 2004

Sígild byrjun.. test test

Varð að prófa að stofna blogg. Og svo sem ekkert meira um það að segja í bili. Kemur í ljós hvort mér finnst þægilegra að nota þetta en hitt. og svo framvegis