29. júní 2004

Ættingjar

Búin að afkasta miklu í kvöld. Hitta tvær frænkur og eina dóttir og saman ákváðum við ættingjakaffi í tilefni af þvi að í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu afa míns. Notuðum tækifærið og notuðum það sem tilefni til að hóa saman liðinu. Búið að tala um það annað slagið í mörg ár. þ.e. svona eitthvað af þessu fólki sem hittist annað slagið. Suma hittir maður aldrei. Eða sjaldan.
Forðast að kalla þetta ættarmót svo ættingjakaffi er ,,vinnuheiti". Flott að hafa vinnuheiti.
Töldum 86 afkomendur þeirra ömmu og afa 84 á lífi ef ég gleymi engu. Er samt alltaf að gleyma einhverju. Allar upplýsingar eru með gleymskufyrirvara.
Það verður gaman að sjá hvað mæta margir. Spennandi..... Nei segi bara svona. Vonandi koma sem flestir.

Er ekki alveg búin að ákveða hvernig mér líkar þessi síða. Er að skoða hvernig á að koma myndum inn. Downlodaði einhverju forriti, eftir að læra á það. Má ekki vera að því!
Er annars búin að sjá að ég má ekki vera að neinu fyrir vinnunni. Ég þarf að gera fleiri hundruð og fimmtíu hluti og kem engu í verk af því að ég er alltaf að vinna. Kannski er það bara afsökun. Gæti verið búin að orkera helling í kvöld ef ég hefði ekki sest við tölvuna. Eða farið yfir örnefnalistann sem ég var byrjuð á. Eða farið að punkta hjá mér munnmæla sögur sem fylgja örnefnunum.
Er búin að komast að því að austfirðingar hafa ekki verið eins hjátrúarfullir og vestfirðingar gegnum aldirnar og þess vegna miklu minna af sögum af tröllum og álfum og öllu þessu sem tröllríður hverri hundaþúfu þarna á Ströndunum. Einstaka draugasaga er samt til. Og örnefnin og sögurnar tínast. Væri líka gaman að taka saman smá upplýsingar um ábúendur þarna heima. Jafnvel að vera búin að þvi fyrir ættingjakaffi grillpartýið í sumar.
Og svo þarf ég að ..... umhumm það er endalaus upptalning en á henni er reyndar að fara að sofa og einfaldast að koma þvi í verk. ...


Engin ummæli: