29. júní 2004

Þriðjudagur til þrautar

Einkennilegt hvað ég varð þreytt þegar vinnuvikan byrjaði. Hefði sennilega þurft að hvíla mig í viku til að jafna mig eftir sumarfríið.
Las það einhverstaðar að þriggja vikna frí væri lámark í einu. Fyrsta vika færi í að læra að vera í fríi, önnur færi í að njóta þess og sú þriðja færi í að venjast við að þyrfa að byrja að vinna aftur. Skv. þessu er náði ég bara því að átta mig á að ég væri í fríi.
Veit ekki hvort ég nenni í ræktina á morgun. Að lyfta; púff.

Var að hugsa um hunda. Vinkonur mínar hittu lítnn hund úti á götu um daginn. Þær mæðgur klöppuðu honum og spjölluðu við hann. Hann elti þær þegar þær fóru. Eigandinn kallaði á hann til sín og hann hljóp til hans. Þær heyrðu skammirnar í eigandanum og vælið og hljóðin í hundinum á eftir sér á göngunni. Þessi hundur mátti ekki hlaupa burt frá eigandanum og hann fékk líka að heyra það.
En samt fara hundarnir alltaf aftur til eigendanna. Sama hvað þeir eru teknir oft upp á hnakkadrambinu og hristir. Skammaðir. Hvers vegna? Kannski vorkenna þeir eigandanum halda að hann geti ekki staðið einn og óstuddur ef þeir koma ekki heim aftur. Eða kannski halda þeir að þeir geti ekki staðið einir og óstuddir sjálfir. Geta það reyndar ekki, ekki hægt að vera villihundur á Íslandi. Held samt ekki að það sé ástæðan.
Held að það sé skelfilegt að vera hundur og vera svona háður eigandanum.
Vil frekar vera köttur.
En man ekki lengur hvert ég var að fara með þessu hundtali. Of syfjuð fyrir meiri málalengingar.

1 ummæli:

Hafrún sagði...

ok ella segist ekki geta skrifað komment og ég get það ekki nema skrá mig inn. Skrítin síða. Best að aulýsa eftir annari.