30. júní 2004

Garðar, komment og tenglar

Ella segir mér að það sé ekki hægt að setja inn komment hérna. Ég prófaði. Þurfti að logga mig inn til þess. Þarf að skoða þetta betur. Ekki það að Ella þurfi neitt að vera að gagnrýna þetta. En hún segir mér að það sé vist hægt að setja inn krækjur hérna. (flott orð krækjur) en ég er ekki heldur buin að finna út úr því. Þarf að skoða það við tækifæri (þegar ég má vera að; lesist ,,sennilega aldrei")

Annars var ég að kíkja í garðinn ,,minn" í dag, hann er flottur, á þar hvíta þyrnirós er er þakin hvítum blómum. Hvítum einföldum blómum með gulum fræblum. Umm, hún er svo flott. Og náttúrulega hin blómin líka sem ég er búin að pota þar niður. Ég lendi í vandræðum ef húseigandinn ákveður að selja húsið því ég á ekkert í þessum garði, tók hann bara í fóstur.
Hann var búinn að vera í nærri 20 ára vanhirðu þegar og ég oft búin að hugsa um það hvað væri mikil skömm að þvi að taka hann ekki í gegn en fannst verkefnið svo risastórt og venjulegu fólki ofviða. Svo það var ekki fyrr en einn frændinn tók sig til og hreinsaði úr minnsta beðinu að ég fékk kjark til að halda áfrm. Það hefur mikið unnist síðan og reyndar stökusinnum fleiri komið að því en ég Á nú samt þenna garð.
Er að safna görðum. Fékk eða var skipað að pota niður blómum í smá beð bak við hús hjá dótturinni og svo má ég fara í sumarfríinu og skipuleggja einn stóóran garð austur á landi.
Er svona að spá í þessari áráttu að vilja vera að rótast í og skipuleggja annara manna garða! Ætti kannski að taka bara til í mínum garði held að það sé kominn tími á að planta einhverju út þar, friðarlilju kannski.
Ojæja, ætla nú samt að skreppa núna og skoða einn garð í Garðabæ og plokka upp þar nokkrar plöntur til að dreifa um landið.
En ætli ég láti það samt ekki vera að rótast í Ellu garði.

Stendur ekki annars einhverstaðar að vegurinn til Helvítis sé varðaður góðum áformum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

prufa á komment

Nafnlaus sagði...

Ok... þá er að prufa´sem anonymous