14. desember 2004

Uppákomur afkvæma

Það kemur alveg í bakið á mér að Menntaskólaneminn minn sé að fara að útskrifast, ætli ég hafi ekki bara reiknað með að hann yrði í skóla til þrítugs.
Meina, það er búið að fresta um eina önn og eina önn og ég einhvernveginn hélt bara að það yrði frestað um eina önn enn. En hann náði öllum prófum og skipti um skoðun á sunnudag og vill nú halda útskriftarveislu.
Hvað er hægt að gera í því annað en halda veislu. Úr þvi að hann er svona hógvær og ætlar að halda hana í stofunni heima hjá sér með lágmarks látum þá bara gerum við það.
Annars leiðist mér þessi árstími og mér leiðist líka að halda veislur.
Sagði honum í gær að ég væri með veisluofnæmi og drengurinn þurfti að láta stafa það fyrir sig hvernig ofnæmi það er.
Svo gleymdi hann að fara í húfumátun þannig að því þarf að redda í dag. Ég sendi hann með hausinn á herðunum í húfubúðina til að láta taka af sér mál þar. Hann vinnur nú reyndar á stað sem selur málbönd, tommustokka og hallamál og hefði átt að duga að mæla hausinn á honum með þeim verkfærum en staffið í P. Eyf. treysti ekki þeim mælingum svo hann fær að snúast og skreppa.
Mátulegt á hann!


Tónleikar

Þegar afkvæmin voru í leik og grunnskóla var alltaf einhverjar uppákomur tengdar þeim þeim á aðventunni, mætingar á litlujólin í leikskólanum, föndurkvöld og þh. í grunnskólanum.
Þetta ætlar aldrei að eldast af þeim. Ég er enn að hlaupa eftir einvhverjum uppákomum tengdum þeim. Útskrift og tónleikar ætla að einkenna aðventuna hjá mér þetta árið.
Ég man eftir sex ára dömu syngjandi með bekknum sínum, bjart er yfir Betlehem á sviðinu í Sindrabæ það var svo fallegt að ég varð klökk og væmin en þá ég átti ekki von á að ég héldi áfram að hlusta á hana syngja með á jólatónleikum fram á elliár.

Tónleikarnir eru semsagt búnir og þarna voru konur frá 7 ára og upp úr. Það er alltaf gaman að fylgjast með þessum litlu krílum á tónleikum. Standa þarna og syngja og greinilega komið langt fram yfir þeirra háttatíma. Það er geyspað og augun nudduð, reynt að finna hvar kórinn er i textanum og eftir smá stund er búið að tína línunum aftur og geyspinn tekur öll völd. Svo eins og hendi sé veifað eru lítil syfjuð kríli búin að ná sér og syngja eins og englar, alveg með á nótunum.
Tónleikarnir hjá þessum þremur kórum sem hún Margrét Pálma er að æfa voru meiriháttar. Mæli með þeim.

1 ummæli:

Hafrún sagði...

Mæta ef þú getur.
Svo vantar mig hjáp við að yfirdekkja eitt sófasett. Ertu til í slaginn.