Lenti í jólagjafapökkun og kortaskrifum í kvöld og ég sem ætlaði ekki að senda nein kort og ekki gefa neinar gjafir nema þær sem væri hægt að afhenda ópökkuðum hérna á heimilinu. En það bregðast krosstré sem önnur tré og þegar Tölvunarfræðingurinn byrjar að skrifa kort get ég ekki annað en rifið af henni eitt og eitt og skrifað á til að fá að ráða þvi sjálf hvaða texti fer með jólakveðjum í mínu nafni. Svo vef ég pappír utan um jólagjafirnar af gömlum vana.
Lenti annars á bloggflakki áðan og rakst á athyglisverð skrif um trú og Vantrú. Komst að þeirri að þvi eftir að hafa þrælast gegnum mörg, löng og háfleyg komment að þarna væru á ferðinni mjög trúaðir einstaklingar og allir trúa þeir á það sama, á að þeir hafi rétt fyrir sér.
Gaman að þessu, verst hvað maður eyðir löngum tíma í netflakk stundum í stað þessa að sofa á sitt græna eyra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli