Tæp þrjátíu ár síðan ég fór heim í jólafrí með Esjunni eftir hátt í sólahrings bið um borð áður en hún lagði frá bryggju á Norðfirði.
Hörmungarnar voru af þeirri stærðargráðu að unglingurinn náði ekki að meðtaka þær og óraunveruleikatilfinningin var allsráðandi þá daga sem beðið var eftir að komast heim.
Útsýnið úr stofuglugganum inn eftir firðinum nokkrum mínútum eftir að flóðið féll er eitthvað sem gleymist sennilega aldrei þó ég gerði mér ekki grein fyrir eyðileggingarmætti flóðsins fyrr en seinna.
Hugurinn hefur leitað austur undanfarið.
1 ummæli:
Strandferðaskipin voru eini öruggi ferðamátinn á þessum tíma. Endurminning sem situr í manni ævilangt, sbr. þetta. Gleðileg jól - austfirðingurinn
Skrifa ummæli