27. nóvember 2004

Þráhyggja eða áhugamál

Er ekki einhver lína á milli áhugamála og þráhyggju, einhver örmjó lína sem maður áttar síg ekki á fyrr en maður er kominn yfir hana. Og það án þess að hafa nokkurntíma séð hvar mörkin eru. Ég held að ég sé komin yfir þessa línu og handavinnu áhugamál mitt sé orðið þráhyggjukennt þessa dagana.
Hangi á netinu og leita að uppskriftum og myndum af því sem mig langar til að gera sest svo við heima og lít ekki upp ótilneydd.
Einu sinni var lestur þráhyggja hjá mér. Frá því ég lærði að lesa og fram undir þrítugt varð ég helst að lesa bók á hverjum degi, eina og jafnvel tvær. Og ég lagði aldrei frá mér bók fyrr en ég var búin með hana. Þetta var stundum strembið með stórar bækur en ég man að ég bjargaði þessu einu sinni með þvi að stilla lestrinum upp með smákökubakstri og tók eina nótt það. Hafði allt efni í smákökurnar tilbúið og þurfti ekki að gera annað en skera og hakka á plöturnar í snarheitum og lesa meðan deigið var í ofninum. Hafði ofninn auðvitað á minnsta mögulega hita. Hafði minna samviskubit yfir að vaka með þykka bók er ég notaði tímann í eitthvað annað.
Ef ég neyddist til að leggja frá mér hálflesna bók leið mér alltaf eins og ég ætti eitthvað miklvægt ógert, hrökk við annað slagið og fór að hugsa um hvað var það nú aftur sem ég átt eftir að gera. Ó jú ég átt eftir að klára bók.
Bókin sem ég þurfti að láta frá mér hálflesna á Landspítalanum fyrir rúmum 25 árum af þvi stofufélagi minn tók hana með sér á aðra deild er held ég bara enn að angra mig. Ég er að vísu búin að gleyma því núna um hvað hún var en finn ennþá óþægindatifinningu við að rifja upp að ég átti eftir að klára söguna.
Jamm ég veit, ekki heilbrigt.
Nú ,,baka" ´ég smákökurnar í Nóatúni og lít varla í bók en ég lærði að orkera og hugsa ansi mikið um það þessa dagana.
Ég var að lýsa þessari þráhyggju fyrir vinkonu minni í kvöd og hún ljómað öll og sagði ,,ÁHUGAMÁL" hún hefur kvartað undan skorti á brennandi áhugamálum undanfarið og hefur aðra sýn á þessa þráhyggju mína en ég.

Og af því hún er búin að tína heklutenglunum sem ég sendi henni einusinni í póst þá setti ég nokkara hérna.




http://www.angelfire.com/folk/celtwich/

http://www.marloscrochetcorner.com/patterns.html

http://www.crochetpatterncentral.com/directory/edgings.php

http://home.wideopenwest.com/~sag55/index.html

Og smá sýnishorn af þeim síðum sem ég hef verið ,,húkt" á undanfarið.

http://www.geocities.com/contessa_au/TatalltalesTat-tropolis.html

http://www.tattings.com/patterns/snowflakes.shtml

Engin ummæli: