3. nóvember 2004

Letifrí

Svaf yfir mig í morugn. Vaknaði ekki fyrr en klukkan rúmlega 9 og eins og allir vita er maður þá ekki kominn í vinnu fyrr en 10 og það er eitthvað svo lítill vinnufriður oft í vinnunni sem ég ætlaði í, t.d. eyddi ég löngum tíma í gær og fyrradag við að hreinsa töluvuna hjá mér af óæskilegu spydrasli og gerði lítið annað á meðan. Las aðeins yfir krakkadýrinu sem hefur setið við töluvna hjá í kaffi og matartímum og þegar ekkert er að gera og núna roðnar greyið þegar ég labba framhjá. Ætli hann gruni ekki að ég viti nákvæmlega á hvaða síður hann fór. Leyfi honum að halda það.
Get ómögulega farið að banna notkun á tölvunni þegar ég er ekki á staðnum. Af ýmsum ástæðum sem er besta að vera ekki að tíunda hér.
En komin langt út fyrir efnið. Aðalmálið var það að ég vaknaði seint, vakanaði þreytt og ákvað að nota morguninn í eitthvað allt annað en að fara á vinnustaði!
Það sem ég ætlaði að gera í morgun verður að bíða eftir betri heilsu. Ég læðist eitthvert kvöldið og um helgina í skjóli myrkurs þarna inn og tek rispu í pappírunum. Afköstin eru hvort sem er mest þegar enginn annar er á staðnum til að trufla mig.
Svo ég ætla að dunda mér heima næstu tvo tímana. Kannski pota niður laukunum sem ég keypti á sunnudaginn og setja í eins og eina uppþvottavél.
Hef tekið eftir því að svolítil hreyfing þ.e. þessi sem fæst við létta líkamlega vinnu s.s. heimilisstörf getur liðkað og losað upp vöðvabólguna. En þá meina ég BARA í hófi.
En fyrsta mál á dagskrá er að hella upp á og klára svo ritstörf gærkvöldsins.

Einhverntíma áskotnaðist mér spjald sem stóð á ,, Í DAG ÆTLA ÉG" svo man ég ekki hvað það var sem var á listanum á spjaldinu en ég ætla að búa til nýtt og á því stendur mottó dagsins.

Í DAG ÆTLA ÉG AÐ vera góð við sjálfa mig.



Engin ummæli: