Letin breyttist í yfirþyrmandi þreytu og slappleika og er þar með eignlega orðin að veikindum. Treysti mér ekki út í bíl og í vinnuna og hringdi til að láta vita af því.
Fékk samviskubit hálftíma seinna og hugsaði með mér að ég gæti alveg farið í vinnu.
En ferðin með kaffiglasið mitt í eldhúsvaskinn sannfærði mig um annað.
Ætla að tala við sængina mína fram eftir degi.
2 ummæli:
bíða hvað og eftir hverju. Ég var að úrskurða mig lasna en ekki að mér væri batnað.
Búin að vera illa haldin af máttleysi og svima og á endanum ógleði. Kom samt ekki í veg fyrir að ég gæti mátað nokkrar buxur af því ég hafði bílstjóra til að keyra mér á staðinn. Lá bara í máttleysiskasti eftir heimkomu.
Til hamingju með litlu stóru rauðhærðu stelpuna þína í gær. Var of upptekin við að halda upp á samveruafmæli Engjasmárafjölskyldunar í gær að ég gleymdi örðum afmælum.
Kveðja
Gilla
Skrifa ummæli