Mætti í skólann í dag bara til að frétta að það væri enginn skóli ALLA helgina og ég hefði vitað það ef ég hefði lesið póstinn minn. Ég er ekki ennþá farin að lesa póstinn! Svo ég veit ekkert annað en það að ég á frí þessa helgi og verð i skólanum tvær næstu í staðin. Kemur sér ágættlega, ég þarf að vinna upp smávegis í vinnunum og nota helgina í það.
Hér var verið að gera úttekt á umframmagni niðurhals af netinu, rétthafa símans fanst óþarflega háir reikningarnir fyrir því. Fékk senda útskrift yfir síðustu daga og bara það að kíkja hérna inn og á einhverjar slóðir sem enda á .com mældist 10Mb í gærkv. Finnst það nú svolítið mikið fyrir lítið. En það er búið að fara í saumana á hvað telur og hvað ekki og það að senda fæla með MSN er erlent niðurhal og ætti að vera óþarfi þegar það er hægt að nota póstinn. Er að velta þvi fyrir mér hvort notkun á MSN geti líka haft áhrif. Þekki það ekki en hér skal halda niðri símareikningunum og vita hvað er verið að borga fyrir. Ég er innilega sammála þvi og fer hér eftir ekki lengur á síður sem enda á öðru en .is. Og hana nú.
Nema... og ... og ... og ... fullt af öðrum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli