Frí í skólanum í kvöld, tímanum reyndar frestað fram á sunnudag og ég nennti ekki í jóga eins og hefði verið svooo upplagt að gera en sat og prjónaði í staðin. Er með hálfkaraða lopapeysu á prjónunum en það var eignlega of einfalt að halda áfram með hana heldur byrjaði á einhverju nýju. Litaflipp, gulur, rauður, grænn og ... nei ekki blár heldur appelsínugulur. Stundum er bara þörf fyrir liti í lífinu.Líka á prjónunum.
Fór á bókasafnið eftir vinnu, þorði ekki að taka neitt til að lesa, bara myndabækur svo ég yrði nú ekki húkt á lestri og gerði ekkert annað næstu daga. Tók að vísu Sourcery eftir Terry Pratchett en af því ég er svo lengi að lesa enskuna er ég ekkert hrædd um að ég festist í lestri og vaki í alla nótt. Skoðaði svo prjónamynstur bækur fram og til baka af því að hálft gamanið við að prjóna felst í að gera tilraunir með ný munstur, stolin og stæld og skrumskæld.
er hálfnuð með símunstraðann sokk og hvort þeir verða nokkurntíma tveir er aukaatrið. Er líka ekki óþarfi að vera í samstæðum sokkun!
Og ein Tómas í lokin.
Engum er ljóst, hvaðan lagt var af stað
né hver lestinni miklu ræður.
við sláumst í förina fyrir það,
jafnt fúsir sem nauðugir, bræður.
Og hægt hun fer, en hún færist um set,
þessi fylgd yfir veginn auðan,
kynslóð af kynsóð og fet fyrir fet.
Og ferðinni er heitið í dauðann.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli