Búin að fá nóg af vinnu í dag og farin í búðaráp. Sjúkraliðinn vill fara á skóútsölu og bókaútsölu og ,,TÖLVUNARFRÆÐINGURINN" í Smáralindina ég ætla með þeim báðum. Og af því ég hef ekki fjárráð til að kaupa eitthvað í hverri ferði og öllum þessum búðum ætla ég að fara og skila jakkanum sem ég keypti í H&M í gær og panta mér nýjan.
Það er svo hollt fyrir sálartötrið að kaupa sér eitthvað og það hlýtur að koma að gagni að kaupa sér eitthvað og skila því og kaupa annað og skila því og kaupa...! Aðalatriðið í þessu er að kaupa, kaupa, kaupa, ekki eiga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli