20. október 2004

Það verður og fer sem fer

Búin í stresskastinu í bili. Alveg þangað til ég hrekk upp í nótt, sýp hveljur og æpi ,,próf" ,,einkunnir" En skítt með það þangað til.
Ég fór og skoðaði myndir af svæðinu norðan Vatnajökuls. Frá vatnasvæði Jökulsár á fjöllum frá upptökum fram að ósi og spurði sjálfa mig hvers vegna í ósköpunum ég hefði aldrei komið í Jökulsárgljúfrin og skoðað hljóðaklettana.
Ég gat ekki svarað því en það líður að þvi að ég gerið það. Styttist óðfluga í að ég komist á eftirlaun og þá hef ég nógan tíma til að skoða allt sem ég kem ekki í verk fram að þeim tíma vegna öfugrar forgansröðunar gegnum árin. (ef það verðu ekki allt horfið undir miðlunarlaón)
Verð nú reyndar að virða mér það til vorkunnar að ég hef lítið val átt um tómstundir síðustu árin en það er sem betur fer að breytast núna.
Rifjaði upp að ég hefði þurft að afþakka vinnu við skálavörslu í sumar og ég sé eftir því enn.
Ákvað að rétti tíminn til að spá og spekulera í gönguferðum sumarsins væri í vetur og nauðsynlegt að hafa eitthvað til að hlakka til í sumar. Veit að það er ekki alveg að ,,vera í deginum" en samt svooo gaman.
Þarf eiginlega að finna leið fyrir Sjúkraliðann að kaupa sér fjórhjóladrifsbíl svo ég geti allavega látið hana skreppa með mér í Hvítárnes og Húsavík.
Sunnudagsgöngur í vetur og fullt hægt að gera. Hvað er ég eiginlega að þvælast í skóla?

UNIVERSITAS ISLANDIAE

Ég minnist þess,
að fyrir átján árum
stóð opinn lítill gluggi
á þriðju hæð.

Og fókið tók sér hvíld
eitt andartak
og horfði dreymnum augum
út um gluggann.

Þá brá ég við
og réði til mín mann
sem múraði upp í gluggann

Steinn Steinar

Engin ummæli: