Þá er ekki lengur hægt að neita að horfast í augu við veruleika náms og prófa.
Fyrsta einkun komin og ég ,,náði" eins og ég bjóst við en þarf að bæta mér þetta ,,náði" upp í næsta fagi.
Meðaleinkun þarf sem sagt að vera sjö til að ná náminu þó svo það dugi að ná fimm til að ná í hverju fagi fyrir sig.
Óneitanlega eru þetta svolítið miklar kröfur.
En þó ég hafi vitað nokkurnveginn þegar ég fór út úr prófinu hver einkuninn yrði og það hafi staðist hjá mér er ég með óþægindahnút yfir þvi að þurfa að ná yfir sjö á næstu tveimur prófum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli