20. október 2004

Miðvikudagur

og ...
Það var einhvað sem byrjar á þessu en framhaldið vill bara ekki koma fram úr minninu. Rígheldur sér einhverstaðar þar og þrjóskast við. Enda nóg annað að gera en að velta sér upp úr gömlum texta eða ljóðabrotum illa vöknuð á morgnana.
Svaf of lengi í morgun, hef greinilega verið þreytt eftir dugnaðinn síðustu tvo daga. Dreif mig á fætur bæði mánudag og þriðjudag klukkan sex og fór í ræktina. Fann þegar ég fór í leikfimi á mánudagsmorguninn að það væri ekki orðin vanþörf á að fara að hreyfa sig aftur.
Þarf að taka skurk í vinnunni en er ekki lögð á stað. Þarf að læra eftir vinnu og sjá hvort ég hætti ekki að hrökkva upp á nóttinni með andfælum og hugsa ,,prófið!" ,,ég verð að læra fyrir þetta próf" Held að ég væri sáttari ef ég rifjaði upp þó ekki væri nema eins og eitt verkefni á dag.
Eitt fall á dag kæmi skapinu í lag. (excelfall, ekki próffall)
Ætla samt ekki að sleppa myndkvöldi i kvöld og saumaklúbb á morgun. Verð í fríi fyrir hádegi á föstudag og fer yfir málin þá og svo get ég líka verið í fríi á mánudagsmorgun ef ég þarf svo þetta stress er óþarfi en það bara neitar að yfirgefa mig. Það er annað en minnið sem neitar að koma til mín.
Annars var þetta víst ,,mánudagur og lifið gengur sinn gang" en úr hverju er þetta aftur.


Síðan mín er eitthvað einkennileg, linkar og annað byrtist ekki fyrr en fyrir neðan allan texta og ég kannast ekki við að hafa verið að fikta neitt í Template núna. Kannski það sé bara tölvan hérna.
Farin í vinnu þar sem kaffið er þunnt.

Engin ummæli: