Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Suðurland:
Norðaustan 3-8 m/s og bjartviðri, en líkur á skúrum austast. Hiti 0 til 7 stig að deginum, en víða vægt frost í nótt.
Búin að pakka og lesa veðurspána, ekki útlit fyrir að ég fái snjókomu i Mörkinni þessa helgi en það lítur út fyrir að það verði heiðskýrt og þá stjörnubjart og vaxandi tunglið er orðið rúmlega hálft. Sem sagt, allt mjög jákvætt og ég á leið út úr borgarljósunum og finnst það ljúft.
Ætla að fara að sofa og sofa vel og vaka framm á nótt á morgun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli