25. október 2004

Home sweet home

Komin heim og á að fara að læra. Reyndi að lesa SVÓT í ferðinni, renndi einu sinni í gegnum glærurnar sem ég var með og lýg engu þegar ég segi að þær hafi verið bull. Voru minnst um það sem við áttum að læra.
Svo skítt með það, prófið er heima og ég með glærurnar og fletti upp í þeim ef þarf. Skiptir víst meira máli að fara í gegnum Excelverkefnin aftur.
Þórsmörkin var frábær eins og alltaf, sólskin, logn og lítið frost. Skoðaði nýjan hluta af henni núna en á samt ótal gönguleiðir eftir, langar og stuttar.
Kosturinn við að vera á ferð með fólki sem þekkir svæðið er að það sýnir manni oft leiðir og staði sem maður færi á mis við annars.
Heilsan var ekkert afspyrnuslæm á sunnudagsmorgun sem betur fer, reyndar er það allt minni heilbrigðu skynsemi að þakka. Hleypi henni svo sem ekkert oft að en... Það getur verið ágætt.
En Excel og kaffi er á dagskránni fram að hádegi.


1 ummæli:

Hafrún sagði...

Sleppt og ekki sleppt. Það er til nokkuð sem heitir hófdrykkja.