Ég er komin með blogg skyldurækni. Finnst endilega að ég þurfi að setja eitthvað hérna inn áður en ég fer að sofa. Kannski er þetta orðin hjátrú hjá mér. Sef ekki ef ég blogga ekki! Sef ég þá vel ef ég blogga? Held nú reyndar að það breyti engu.
Hlakka til að skríða undir sæng og sofna. Annars eru það alltaf þessi andartök milli svefns og vöku sem eru þægilegust. Það sem tekur við af þeim er bara svefn og meðan á honum stendur veit maður ekkert af sér. Vaknar bara vonandi úthvíldur á morgnana. En þessi andartök þegar vakan breytist í svefn sem maður er búinn að bíða lengi eftir eru svo þægileg að stundum á ég það til að bíða með að fara að sofa bara til að geta hlakkað til þeirra aðeins lengur. En bara þau kvöld sem ég veit af löngum svefnfrið framundan.
Á morgun ætla ég ekki að vakna við vekjaraklukku, ekki að rífa mig á fætur og fara í spinning heldur fara í vinnu þegar mér hentar.
Veit auðvitað að ég sef aldrei lengur en til átta en núna finnst mér það vera langt fram á morgun.
Morgunvers
Úr djúpum geimsins
er dagurinn risinn og slær
dýrlegum roða
á óttuhiminninn bláan,
- og lof sé þér, blessaða líf,
og þér, himneska sól,
og lof sé þér, elskaða jörð,
að ég fékk að sjá hann.
Guðmundur Böðvarsson
Engin ummæli:
Skrifa ummæli