10. október 2004

Helgin liðin og lítið gert

Flóttamaðurinn komin heim aftur.
Hafði ofan af fyrir vinkonu í gærkvöld og fram á nótt. Passaði að hún færi ekki of snemma að sofa, af því hún eyddi laugardagsnóttinni í skemtanir og laugardeginum í vinnu gat ég ekki látið hana komast upp með að fara snemma að sofa.
Hún slapp svo þegar dóttirin hringdi í mig um tvö leytið og bað mig að skutla sér í bæinn. Skutlaði henni og einum partýgesti en sonurinn og kærastan tóku bara til eftir parýið og fóru hvergi. Það var líka í lagi að koma fram í morgun.
Bókaði og borgaði ferð til London í dag.
Förum reyndar ekki fyrr en í febrúar en það er í góðu lagi. Gott að hafa eitthvað til að hlakka til í skammdeginu, og bæta svolítið við peningaáhyggjurnar. Þrífst ekki án þeirra!





Tómleikur


Þeir dagar koma,
að þagnar jafnvel sorgin,
og sálin situr
mitt í auðninni
ein
sem köngurló við spuna
og spinnur - tómleik.


Hermann Bang.
Þýð Magnús Ásgeirsson

Engin ummæli: