12. október 2004

Kvíði

Finn fyrir kvíða ekki nógu alvarlegum til að ég geti kallað það kvíðanút, kvíðaslaufa væri nærri lagi. Veit ekki hvers vegna, kannski er engin ástæða kannski er einhver vel falin ástæða fyrir þvi.
Skólinn byrjar aftur á fimmtudagskvöld. Get ekki sagt að ég hlakki til að sitja þar fimmtudags. og föstudagskvöld og 5 eða 6 tíma á laugardag. Finn að bakið fer að kveinka sér bara við tilhugsunina en hlakkar í vöðvabólgunni og þó er frí á sunnudaginn. Hvernig verð ég í nóvember þegar sunnudagar bætast við. Hugga mig við að þá á ekki að keyra þetta tvær helgar í röð eins og núna.
Kannski má rekja kvíðann í það. Kannski verð ég svona fram yfir áramót. Og kannski alla ævi. Ágætt að búa sig undir það.
Langar til að fara annaðkvöld og sjá myndir úr Vatnajökulsþjóðgarði en tilhugsunin um að sitja á hörðum stól í tvo tíma... æi mig eiginlega hryllir við því. Sé til hvað ég geri.
Engin leikfimitími á morgun sem ég get hugsað mér að fara í svo ég ætti kannski að draga upp strigaskóna og fá mér göngutúr og hætta þessu helv. væli.
Geri það á morgun, sef á því í nótt.


Reimleikar

Einhver vaknar og hvíslar
hásri röddu
krafsar líka í vegginn
í myrkri hjartans

hvíslar og krafsar
í myrkri hjartans

einhver annar.

Nína Björk Árnadóttir




Engin ummæli: