8. október 2004

Og skólinn byrjaður

Mætti í skólann í kvöld í fyrsta skipti í tvær vikur eða frá því í prófinu sem best er að tala sem minnst um, líka niðri í skóla. Þetta var með leiðinlegri skólasetum sem ég hef lent í. Nám í upplýsingatækni þetta kvöldið gekk út á að rúlla gegnum power point á öðru hundraðinu og stoppa á 20 hverri síðu og tala eitthvað örlítið um það sem á þeim var. Minnst á skiljanlegu máli eða þá að maður var orðinn svo sljór af þvi að horfa á rúllið á veggnum fyrir framan sig að samhengi náðist ekki.
Frétti það þegar ég mætti að námsefnið hefði verið sent út í pósti í gær. Ég tékkaði á póstinum mínum í dag og átti ekkert bréf frá skólanum. Kannski var þetta of stórt fyrir pósthólfið mitt. Bara 283 síður af power point glærum. (óþjöppuðum) Kræst.
Æ ég er að verða fyrir svolitlum vonbrigðum með þetta blessaða nám og ekki bætti úr skák að frétta það í dag að ég hefði getað skipt þessu niður á fleiri ár eða annir, þarna vara að byrja kona sem tók reiknignsskilin í fyrra og ætlar að taka upplýsingatæknina núna.
Já og að ógleymdi því að síðasta einn og hálfan tíman í kvöld sat ég undir útlistun á því hverng er best að skipuleggja desktoppinn hjá sér copera milli drifa og mappna stilla screen saver og nota disk cleanup, winzip og eitthvað svona dóterý sem allir ættu náttúrulega að vita. Nei auðvitað var fullt af fólki þarna amk einhverjir sem ekki vissu hvað winzip er og svona ýmislegt en æi hvað það er ,,boring" að sitja undir þessu.
Ég er að hugsa um að kvarta við þá aðila sem hafa umsjón með þessu námi, mér finnst kennararnir gefa sér ákveðnar forsendur um hópinn sem þeir eru að kenna og þær eru held ég nokkuð fjarri raunveruleikanum.
Var að finna upp nýja kennitölu, held að hún passi ekki í reikningshaldið en kannski í upplýsingatæknina.
Starfandi bókarar vs. bókarar sem vinna í litlum fyrirtækjum.
Þetta er kennitala sem ég held að kennarnrnir þarna séu að vanmeta. Við þurfum náttúrlega aðra kennitölu til samanburðar en ég er ekki alveg búin að finna hver hún er.
Þetta bull skilur náttúrlega enginn nema kannski Endurskoðandinn tilvonandi sem situr með sveittan nebbann við að læra allt um skattskil og ætlar svo að taka að sér að kenna á svona námskeiðum þegar hún verður stór. Hefur það fram yfir margann kennarann þarna að þekkja af eigin raun hvað það er sem nemendurnir eru að vinna við.


KENNITÖLUFRAMHALD

Starfandi bókarar vs bókarar á bókhaldsstofum.
Starfandi bókarar vs. bókarar hjá fyrirtækjum á markaði.

Þessar kennitölur auk þessarar fyrstu er eitthvað sem ég held að mætti skoða í sambandi við námsefni og áherslur í náminu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég á bara ekki til orð yfir þessum kennsluháttum þarna, ég mundi líka kvarta ekki spurning. Annars veit ég ekki hvort ég vilji kenna á svona námskeiðum, held að það sé svo erfitt að gera öllum til hæfis í svona og þoli ekki að valda fólki vonbrigðum þegar það hefur borgað stór fé fyrir svona nám.