Sjöundi október er afmælisdagur.
Afmælisdagur sem við munum alltaf eftir þó það hafi ekki verið haldið upp á hann i 26 ár.
Haustin geta verið svo grá, köld og grimm.
En á morgun er afmælisdagur sonar míns.
Bæði börnin mín eru fædd að hausti.
Var haustið að gefa mér mótvægi við missinn.
----------------------------------------------
ÞEGAR GRÖS ÉG SÉ
Þegar hneigðu höfði í skuggann svarta
hverfa sé ég lítinn blómaálf,
þegar grös ég sé í víðum velli
visnuð meira en hálf,-
mjúkum skrefum inn í hús míns hjarta
gengur sorgin sjálf.
Og á altar dauðans dúk hún breiðir,
drifhvítt aldagamalt kirkjulín,
og hún leggur ljósar hendur yfir
lítið helgiskrín-
Þar var lögð til sinnar hinst hvíldar
áður, æskan mín.
Og hún krýpr, bænir sinnar biður,
brosir eins og móðir gegnum tár,
Þar sem djúpum, sælum dauðasvefni
sofa mínar þrár.
-Friður, drottins friður sé með yður,
löngu liðnu ár.
Guðmundur Böðvarsson
Engin ummæli:
Skrifa ummæli