5. október 2004

Djöfull er kalt

Kalt úti kalt inni og mokkajakkinn sem mér var sendur í gær passar ekki á mig, er alltof stór. Verð að endursenda hann með tárin í augunum. Kannski ég sitji í honum við töluvna meðan mér er að hlýna.
Umm. Rosalega væri gott að eiga svona hlýja flík á köldum kvöldum og dögum. ER nokkur þarna úti sem vill gefa mér mokkajakka eða pels í jólagjöf?

Allt kemur í hviðum eins og Steinunn Sigurðar segir og nú er ein vinnuhviðan búin og smá hlé fram á fimmtudagskvöld. Ætla þess vegna að fara á SÁÁ skemmtun á morgun með vinkonu. Hún ætlar að heyra og sjá Bubba ég er að spá í að sjá og heyra Bubba og öll hin líka.
Saknaði þess að sjá ekki vinkonu mína þar sem ég vara í kvöld.

Var gefin hvítvínsflaska í kvöld. Verðlaunuðu fyrir vel unnin störf í þágu ónefnds mér náskylds iðnaðarmanns sem ég er búin að stilla mig um að skamma mikið þessa síðustu tvo daga. Ég segi stilla mig um að ,,skamma MIKIÐ" ekki ,,stilla mig um að skamma"
Moselland Ava.. get ekki lesið hvað stendur á flöskunni minni, ekki vegna þess að ég sé búin úr henni heldur vegna þess að þetta er einhver skrautskrift. Allavega á ég þýskt hvítvín sem er í svakalega fallegri blárri flösku og senilega tími ég aldrei að opna hana. Ekki nema ég hafi alveg sérstakt tilefni. Steiktan saltfisk og góða gesti eða ... eitthvað?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég skal vera góður gestur hjá þér við tækifæri og borða saltfisk og drekka hvítvín.
Gilla

Hafrún sagði...

Hélt lík að ég hefði séð bílinn þinn en mætti þér ekki á leiðinni inn. Höfum farið á mis á þessari löngu leið af bílastæðinu inn í hús.