4. október 2004

Langur vinnudagur liðinn

og ég búin, nenni sko ekki að fara í spinning í fyrramálið. Var að vinna í kvöld til miðnættis. Er engin Ella og hef ekki úthald í marga svona daga.
Er svo þreytt og pirruð að mig langar til að lesa ærlega yfir hausamótunum á honum litla bróðir mínum en ákvað að stilla mig um það þangað til pirringurinn rénar. Það er svo lítið mark takandi á fólki sem rausar í reiði.
Hefði þurft að ala drenginn aðeins upp og kenna honum að umgangast pappírana sína (sem hann færir mér) með hæfilegri virðingu og aðgát. Ég veit að hann les ekki bloggið og má þess vegna aðeins þusa hérna.

Afmæli á föstudaginn og besta vinkona mín veit ekki hvenær krakkarnir mínir eru fæddir! Manni getur nú sárnað fyrir þeirra hönd. Ekki það að ég mundi nákvæmlega hvenær hennar krakkar eiga afmæli samt nokkurnveginn og sum upp á dag nema það næst yngsta en hún á nú líka helmingi fleiri en ég. (2.8, 24-26.4, ?, 31.3). Ég þekki þrjá einstaklinga sem eru fæddir 24,25 og 26 apríl og gengur illa að muna hver er hvaða dag. Það er mín afsökun en hver er þín Ella! Ellý Rún á afmæli 27 og svo á Gilla bráðum merkisafmæli og ætlar að svíkja okkur um partý! Ja hérna.

Kötturinn vælir við útidyrnar og vill komast út í rokið og kuldann, hann veit ekki um hvað hann er að biðja og ég ætla að vera svo óforskömmuð að loka hann bara inni í nótt.

Engin ummæli: