17. september 2004

Somewhere over the rainbow ......

... blue birds.. og svo framvegis. Sungið af Isreal Kamakawiwo´ole. Þekki engan sem treystir sér til að bera það fram enda er það aukaatriði. Mér finnst þetta yndisleg útsetning og söngur á þessu lagi og texta og er búin að spila það í vinnunni í allan dag og er svo með það á heilanum í kvöld. Það er náttúrulega hægt að fá ýmislegt verra á heilan en þetta lag t.d. kennitölur og greiningu ársreikninga og svo framvegis. Amk er skárra að hafa söng Isreal Kamakawiwo´ole á heilanum svona meðan maður sofnar.
Var ég búin að minnast á hvað ég er ánægð með ólöglega tónlistarmiðlun eins og DCC og Kazaa. Ég meina, ég hefði misst af þessu lagi í þessari útgáfu ef allt væri löglegt og fínt í netbransanum. Hefði sennilega seint farið að kaupa mér plötu frá Hawai en væri alveg til í að gera það núna ef það eru fleiri lög á plötunum hans jafn áheyrileg og þetta.





Engin ummæli: