18. september 2004

Reglurnar hans Bills

Þessar voru í fréttablaðinu i morgun og reyndar einhverstaðar að þvælast um í pósti áður.
Stalst til að kópera þær af netinu af því ég nennti ekki að pikka þær inn.
Er að spá í að prenta einhverjar út og hengja þær upp niðri í skóla hjá mér. Finnst þær alveg geta átt við þó samnemendur mínir séu löngu komnir yfir unglingsárin.
Jæja, kannski ekki nema sú fyrsta í aðeins breyttri útgáfu. Ummm og kannski önnur en ég nenni ekki að aðlaga fleiri í kvöld.


1a) Lífið er ekki réttlátt, það ættir þú að vera búin/n að uppgötva. Prófið verður það ekki heldur.

Regla 1: Lífið er ekki réttlátt, reyndu að venjast því.

Regla 2: Veröldinni er sama um þitt sjálfsálit. Allir ætlast til aðþú áorkir einhverju áður en þú ferð að vera ánægð/ur með sjálfa/n þig.

2a) Öllum er sama hvernig þú hefur haft hlutina, ef reiknigsskilareglurnar segja að þetta eigi að vera svona þá á þetta að vera svona.


Regla 3: Þú munt ekki þéna 4 milljónir á ári strax þegar þú útskrifast úr skóla og þú verður ekki framkvæmdastjóri fyrr en þú hefur unnið fyrir því.

Regla 4: Ef þér finnst kennarinn þinn strangur og erfiður, bíddu þangað til að þú færð yfirmann.
4a) Ef þér finnst kennarinn strangur og erfiður hefurðu haft lélegan endurskoðanda.

Regla 5: Að snúa hamborgurum á skyndibitastað er ekki fyrir neðan þína virðingu. Amma þín og afi áttu til annað orð yfir það að snúa hamborgurum. Þau kölluðu það TÆKIFÆRI.

Regla 6: Ef þú klúðrar, þá er það ekki foreldrum þínum að kenna svo hættu að væla og lærðu af mistökunum.
6a) Ef þú klúðrar er það ekki kennaranum að kenna, farðu og lærðu betur heima.

Regla 7: Áður en þú fæddist þá voru foreldrar þínir ekki svona leiðinleg eins og þau eru núna. Þau urðu svona eftir að hafa borgað fyrir uppeldi þitt, þvo fötin þín, þrífa til draslið eftir þig og hlusta á hvað þú ert COOL og þau eru hallærisleg. Svo áður en þú og vinir þínir bjarga regnskógunum og leysið heimsmálin, reyndu þá að taka til og koma reglu á herbergið þitt.

Regla 8: Það getur vel verið að skólinn útskrifi bæði sigurvegara og tapara en lífið gerir það EKKI. Í sumum skólum er hægt að taka sama prófið aftur og aftur.Þannig er þetta ekki úti í atvinnulífinu.

Regla 9: Lífið skiptist ekki í annir og þú munt ekki hafa frí öll sumur. Mjög fáir samstarfsmenn munu hafa áhuga á að hjálpa þér að finna sjálfan þig. Gerðu það í þínum eigin tíma

Regla 10: Sjónvarpið er ekki raunveruleikinn. Í raunveruleikanum þarf fólk í alvörunni að yfirgefa kaffihúsið og fara í vinnuna

Regla 11: Vertu NICE við nördana í skólanum, það endar mjög líklega með því að þú þarft að vinna hjá einhverjum þeirra.

Bill Gates, nörd í skóla.

Engin ummæli: