Þessi dagur í skólanum búinn og ég búin að fá nóg. Eiginlega bara alveg nóg.
Er að vísu miklu fróðari um sjóðsstreymi en ég var áður og ýmislegt fleira. Veit tildæmis að þó fólk falli á eins og einu prófi eða nái ekki meðaleinkunninni sem þarf til að ná, er hægt að kaupa staka áfanga á næsta ári og borga bara helling en fólk er þá allavega ekki búið að henda þessum hundraðþúsundköllum sínum alveg í vaskinn.
Veit ekki hvort einhverjir eru að taka upp núna en búin að heyra umræður um að sjá hvernig helgin gengur og hætta þá áður en eindagi á greiðsluseðlinum rennur upp. Svo fór fólk að átta sig á þvi að þá verður seðillinn bara sendur í innheimtufyrrtæki og engin miskun með það. Ef maður byrjar að nota vöruna er ekki hægt að hætta við í miðju kafi. Ekki með þessa vöru. Það þarf nú ekkert diplómanám til að átta sig á því.
Langur morgundagur frammundan og óhætt að fara að safna kröftum fyrir hann.
Heilsan er annars að lagast. Kannski ég hafi bara verði með óútskýrða umgangspest en ekki elli og gigt.
;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli