22. september 2004

Skólaveiki

Hvernig er hægt að verða veikur af því að vera í skóla. Segi mér sá sem það veit.
Undanfarna daga hefur skólaveikin mín sótt í sig veðrið og heilsan hrapar lengra og lengra niður með hverjum deginum. Heilsulínuritið er að verða eins og gengisskráningin hjá frægu íslensku fyrirtæki fyrir nokkrum árum. Langsótt samlíking en maður hugsar ekki í öðru en kennitölum og sjóðsstreymi þessa dagana. En hvað um það, vöðvabólgan hríðversnar, augun sjást ekki á morgnana fyrir bjúg og stressið magnast upp eftir því sem nær líður prófum og tímanýtingin lagast ekkert.
Ég þarf að LÆRA. Þarf að hafa uppflettialfræðiorðabók sem svarar öllum mínum spurningum á augabragði. Ekki lög og reglugerðir, handbækur og glærur sem ég þarf að fletta fram og til bara í til að finna svörin sem mig vantar.
Svo vantar mig tíma til að fara yfir og finna villu í síðasta ársverkefninu mínu.
Ég á bágt, mörg kíló af því. Tonn! Hverjum á ég að gefa af því. Á maður ekki alltaf að deila með öðrum.
Verst hvað mér gengur vel að telja mér trú um að ég lagist alveg helling við að fara yfir í búð og kaupa mér bland í poka og 1 ltr. af Orku.





Engin ummæli: