Lærði nokkrar staðreyndir í gær.
A) Þótt nýju gallabuxurnar séu góðar þrengja þær að blóðrásinni niður í fætur þegar ég sit mikið.
B) Ég sit mikið þessa dagana. Ca. 10 tíma á dag.
C) Það er betra að slökkva á símanum þegar farið er að sofa.
D) Að fara að sofa þreyttur og vakna við símann 10 mín seinna veldur geðvonsku sem yrði ekki ef maður væri ekki alveg svona þreyttur.
E) Ef ég er rétt að sofna aftur eftir að síminn vakti mig og ég að jafna mig af pirringunm við það þegar kötturinn vekur mig, verð ég MJÖG pirruð.
F) Ef ég sofna geðvond dreymir mig eitthvað sem ég get geðvonskast yfir í draumi. Og vakna oft á nóttinni.
G) Að vakna geðvondur og þreyttur á morgnana er ekki byrjun á góðum degi.
H) Það er þá best að hætta við að fara í vinnuna, fara heim og leggja sig, vakna í betra skapi og aðeins úthvíldari.
I) Það geta verið kostir við það að hafa minn vinnutíma. Ég get hætt við að mæta á morgnana.
J) Um næstu helgi verð ég búin að vinna og skólast án frídags 16 daga samfleitt. Þökk sé veikindadögunum að það verða ekki 20 dagar og þar sem ég þarf að öllum líkindum að vinna næstu helgi líka og svo skóli og nám allar helgar til 22. nóv. er ég EKKI með samviskubit yfir að vera heima fyrir hádegi í dag.
K) Þarf að sætta mig við líkamlegt ástand og taka tillit til þess ef ég vil ekki enda með því að vera sí étandi bólgueyðandi verkjalyf og kannski gigtarlyf.
L) OG hana nú.
1 ummæli:
Ef þú vaknar skapvond á milli 7 og 8:30 á morgnanna virka daga, komdu þá bara til okkar, því við náum henni úr þér á mettíma. Því hér vakna allir með bros á vör sama hvað gengur á um nætur.
Skrifa ummæli