Fór í heilsuhúsið. Skólinn að byrja og ég sá fram á að þurf sárlega á einhverju kraftaverkabætiefni að halda. Stillti mér þolinmóði í biðstöðu og beið eftir afgreiðslu. Þegar að þvi kom sagðist ég vera að hugsa um að kaupa mér gingseng. Afgreiðslustúlkan horfði á mig með einhverjum svip sem ég náði ekki alveg að túlka og sagði svo ,,Fyrir þig" ,,Já" sagði ég sakleysið uppmálað. ,,Varstu að hugsa um eitthvað sérstakt gingseng" spurði hún enn og í þetta skiptið sagði ég ,,Nei" en var nú farin að átta mig á hvað þessi svipbrigði á manneskjunni táknuðu svo ég bætti við ,,Er ekki til eitthvað sem gerir konur ekki manískar og ruglaðar"
Jú það var til og henni virtist létta aðeins þegar það kom í ljós að ég gerði mér grein fyrir verkunum gingsengs á ákveðið kyn og aldur. Svo við ræddum aðeins um gingseng og Síberíugingseng og rautt og hvítt gingseng og í raun væri gingseng ekki rautt eða hvítt en af hverju annað er kallað rautt og hitt hvítt fékk ég nú samt ekki að vita þó það kæmi fram að það væri jafnvel notaði í svefnlyf. Hefur nefnilega svo góð áhrif á heilastarfsemina að heilinn sefur betur sko.
Eftir að ákvörðun um gingsengkaupin voru tekin mundi ég eftir þvi að mér er víst ráðlegast að taka kalk. Afgreiðslustúlkan teygið sig í hilluna og dró fram glas með kalki og magnesíum. Mjög hentugt að taka það saman og benti mér svo sérstaklega á að í þessu væri líka boron sem væri efni MJÖG gott fyrir heilann.
Ég þurfti ekki frekar vitnanna við, ég virðist bera það utan á mér að ég þurfi að styrkja heilastarfsemina svo ég þurkaði slefuna úr munnvikjunum, kippti pilsinu upp úr sokkabuxunum og keypti kalk með boron auk gingsengsins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli