8. september 2004

Tíminn líður

Bara nítján dagar í próf. Í gær voru þeir heilir tuttugu. Svei hvað tíminn líður og vitneskjan síast ekki inn í minnistöðvarnar hjá mér meðan ég sef. Alveg sama hvort ég sef vel eða illa. En þó ég sé litlu fróðari um reikningsskil en ég var á sunnudagskvöld veit ég að sítróna í kjúklingasúpuna mína er VONT krydd. Borða hana nú samt. Er nefnilega í átaki fyrir sjúkraliðann og nú er bara borðað lífræntræktað grænmeti, kjöt, fiskur og skyr. Aðalllega skyr. Kemur reyndar ekki til af góðu, það er svo stuttur hádegismatartíminn þessa dagana að það er bara tími til að kaupa sér skyrdós og borða svo í felum á bak við tölvuskjáinn í vinnunni. Bætti sviðasultu á hádegismatseðilinn og var hæstánægð með hann, rammíslenskur hádegismatur samanstóð af skyri og sviðasultu. Mjög gott, eignlega miklubetra en kjúklingagrænmetissúpan í kvöldmatnum.

Búin að taka til í herbergnu hjá menntaskólanemanum og námsbækurnar mínar komnar á skrifborðið hans. Er komið samkomulag að ég hef herbergið hans á kvöldin til að læra og á nóttunni ef ég vil en hann kemur stundum heim á daginn og notar það þá sem æfingarherbergi og ég fæ að hlusta á hann æfa sig á gítarinn. Sem betur fer tekur hann oftast magnarann úr sambandi og æfir sig þannig. Og yfirleitt er hann að þessu áður en ég kem heim úr vinnunni. Þannig að samkomulagið á heimilinu er til fyrirmyndar en það ræðst auðvitað af þvi að við erum sjaldnast heima á sama tíma öll þrjú.

Og þá er tími fyrir nám.




Engin ummæli: