24. september 2004

Heima að læra ???

Á allavega að vera heima að læra. Verð að fara að byrja á því. Búin að lesa Moggann, búin að lesa Fréttablaðið, hleypa kettinum inn og öðrum út, ætlaði að tala við mömmu í svona hálftíma en hún var á leiðinni út úr dyrunum og mátti ekki vera að því að lofa mér að láta sig tefja mig.
Komin með heddsettið og músíkina á en vantar einbeitingu. Held ég sé með athyglisbrest!
Notaði gærkveldið til að setja inn teljara, annan teljara og eitthvað drasl á síðuna mína svo ekki get ég slórað meira við það í bili.
Finn sem sagt engar afsakanir svo það er best að byrja.




,, Ég vakana oftast þreyttur, varla með sjálfum mér,
en ég veit að til er annað líf en það sem ég vaki hér."



1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja, góða ætlar þú að ná prófunum með því að dunda við að setja inn teljar og tala við mömmu þína í hálf tíma. Svei, svei, hættu þessu slóri og farðu að læra og ekkert hangs lengur.

Ég get ennþá skammað þið er ekki sjálf byrjuð að lesa undir mín próf ennþá.