Klukkan að verða hálf níu og ég fyrst að byrja að vinna núna. Nú er ég hætt að læra og vinn bara með námsefnið. Er að hugsa um að fá mér stimpilklukku og fá ekki að standa upp nema á matar og kaffi tímum, alvöru vinna. Nei auðvitað nenni ég þvi ekki en er nú samt í fríi framm yfir próf svo ég ætti að geta lært eina átta tíma á dag. Best að skrifa niður hvenær er byrjað og hvenær er hætt.
Gleymdi að láta grænmetisdílerinn fá pöntunarlistann áðan. Sjúkraðliðinn verðu þá bara grænmetislaus fram yfir helgina.
Og speki dagsins.
Falla lauf
fjúka blöð
af feysknum trjám
Skrælnar börkur
skjálfa greinar
í haustvindum
Kvíði sár
um kalda nótt
nakins trés
nístir hjarta
slegið harmi
í hretveðrum
Drúpir þögn
dökkna ský
um dimman skóg
fara veður-
fara stormar
og frostnætur
Að haustnóttum
Sigr. Einars.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli