25. september 2004

Gömul ljóðabók

Rakst á gamla ljóðabók í hillinni fyrir aftan mig.

Skrifborðið er svo vel staðsett í stofunni að ég þarf bara að snúa stólnum í hálfhring til að ná í bókahillurnarer ekki frá því að blaðrið hérna hafi borið þess merki undanfarið.

Bað til að ná úr sér seteymslunum er bráðnauðsynlegur hlutur og í bað er gott að fara með bók. Fer yfirleitt í sturt og hef ekki náð neinni tækni við að lesa þar er að vísu eftir að prófa regnhlíf en það mælir ýmislegt á móti því til dæmis finnst mér ekki gott að lesa standandi en nú var alvöru afslöppunarbað og það þýðir bók að lesa.
Eftir nokkurt rót í bókahillunni við að leita að bók sem virðist hafa gufað upp nýlega gafst ég upp og tók eina sem ég lét gefa mér í jólagjöf fyrir nokkrum árum. Hún er ekkert voðalega gömul en ég mátti til með að ýkja svolítið.
Ég lét gefa mér þessa bók eftir að hafa lesið eitt ljóðið úr henni í blöðunum. Sumum fanst bókin dýr, ætli blaðsíðan hafi ekki kostað um 30 kr. Mér fannst hún of stutt þá, finnst það ekki lengur. Efnið í henni er ekki fyrir langtímalestur þó það sé gott.

Enginn það svæfir

Ljósrauðu
pillurnar
í litlu boxunum

gleyp og gleypa
frysta óttan

en barnið grætur
við fótskör hjartans

grætur og grætur
og enginn það svæfir.


Í Vísnabókinn minni er vögguvísa og eitt erindið í henni er eitthvað á þessa leið:

-------

Sofa urtu börn
á útskerjum
veltur sjór yfir
og enginn þau svæfir.

-------


Engin ummæli: