Vinkona mín þarf að fara í átak (segir hún) Þarf að hreyfa sig, þarf að leggja af og þarf að ala upp meðleigjendurnar sína. Hún vill að ég fara i Sporthúsið og lyfti fyrir hana, og hlaupi! Veit ekki hvort ég hef tíma til þess ef að ég borga þennan væntanlega gíróseðil minn og fer í skóla! En ég er hér með byrjuð að taka á mataræðinu fyrir hana. Ég meina, maður lætur ekki vinkonu sína þjást af aukakílóum ef maður getur lagt af fyrir hana.
Til hvers eru vinir svo sem. Þannig að í morgunmat næstu vikur verur skyr og aftur skyr. Fiskur eða kjöt án kartaflna eða annara óhollra kolvetna í hádeginu og á kvöldin. Kotasæla milli mála. Svo fékk ég tvo fulla hankapoka af lífræntræktuðu grænmeti í dag. Ef sjúkraliðinn verður ekki búin að missa eitt eða tvö kíló þegar það verður allt búið skal ég líka fara að mæta í ræktina fyrir hana klukkan hálf sjö á morgnana. Og lyfta svo hún verði mössuð!
Er svo sem alveg tilbúin að fara og gera tilraun á uppeldi á meðleigjendum hennar. Þe. kenna þeim á ryksgu og gólfmoppu. En máltækið segir að það sé erfitt að kenna gömlum hundi að húka og ég er hrædd um að það þurfi miklu meiri tíma en ég hef til þess.
Væri kannski ráð að senda tölvunarfræðinginn minn í þetta því henni miðar þó svoítið með að kenna mér á heimilistækin. Sem betur fer er saumavélin biluð annars neyddi hún mit til að sauma líka. Ég setti meira að segja í uppþvottavél eftir hádegið og setti hana af stað. En það kom ekki til af góðu. Tölvunarfærðingurinn var nfl. veikur og svaf langt fram yfir hádegi. Svaf svo lengi að ég var að hugsa um að fara og tékka á því hvort hún andaði ekki örugglega og það hef ég sko ekki gert síðan hún var í vöggu.
En sem betur fer þurfti ég ekki að ganga svo langt, hún vaknaði af sjálfsdáðum. Man það annars núna að ég þekki sjúkraliða sem þráir að fá að nota tækin sín, kalla í hana næst þegar ég þarf að athuga meðvitundarstig heimilisfólksins.
PS. Mér tókst að kría út loforð fyrir námsaðstoð. (svona er að bera sig aumlega það vorkennir manni alltaf einhver) Þú verðu örugglega látin efna þetta GVÓ.
;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli