Nú eru góð ráð dýr. Ég slysaðist til að sækja um í skóla í sumar. Í bjartsýniskasti og samt nokkuð viss um að ég fengi ekki jákvætt svar við umsókninni minni. Hringdi nefnilega í námskeiðshaldarann og fékk þær upplýsingar að þetta væri MJÖG eftirsótt nám og aðspurð sagði viðkomandi að mín starfsreynsla í viðkomandi fagi væri ekkert sérlega mikil miðað við marga þá aðila sem sóttu um námið. En ég lét slag standa og henti inn umsókn og fékk svar núna. Mæting 1. sept. kl. 15:00 og gíróseðlarnir sendir út fljótlega. Og ég sem var svo viss um að fá afsvar að ég hef varla hugsað út í hvernig ég á að borga þennan blessaðan gíróseðil.
Nú þarf ég að leggjast undir feld eins og Ljósvetningagoðið forðum og hugsa minn gang.
Ef ég borga 230þús fyrir þetta nám skilar það mér einhverri tekjuaukningu?
Hef ég tíma til að sinna þessu námi?
Ef ég sinni náminu hef ég tíma fyrir vinnuna?
Hvað nú ef ég fer í þetta blessaða nám og næ ekki tilskyldum einkunum?
Með öðrum orðum fell á prófunum.
Er eitthvað gagn í því að sækja um vinnu og telja upp í umsókninni sinni undir skólar og námskeið ,, Diplómanám sem viðurkenndur bókari en féll!"????
Fullt af spurningum en lítið af svörum.
1 ummæli:
Ég skal aðstoða þig eftir bestu getu og tíma, maður á aldrei að hugsa að maður falli áður en maður byrjar. Það gerir maður bara þegar kemur að prófum og helst ekki fyrr en maður kemur út úr þeim. Þó svo að ég viti núna að ég falli á mínum prófum í vetur. :-) Bara að skella sér í þetta og finna peninga undir steinunum í götunni eða hjá KB banka þeir eiga svo mikið af þeim þessa daganna að þeir eru í vandræðum með þá.
Skrifa ummæli