ég sit og horfi á" söng einhver hérna um árið en ég sit og horfi á góða veðrið þarna úti. Er ekki búin að fá nóg af því þó ég sé búin að vera í 3 vikna sumarfríi og oft í bara fjandi góðu veðri. Reyndar fékk ég þá almestu rigningardaga sem ég hef séð heima í mínu minni. ( minnið er svo sem ekki of gott) og ég fékk þoku og ég fékk rok en enga snjókomu.
Er bíllaus svo ég átti um það að velja að mæta kl. 8 eða taka strætó eða taka bílinn af dóttlu keyra henni þá vestur í bæ og vera komin til baka hálftíma seinna. Sá að það myndi vera skásti kosturinn að taka saman morgunmatinn og fréttablaðið og taka klukkutíma i morgunmat á kaffistofunni. Uppgötvaði svo að ég er með tvær bækur í veskinu sem bíða eftir að verða lesnar en fékk ekki frið til að byrja á annari hvað þá báðum. Vinnan kallar.
Handavinnuklúbbur í kvöld og ekki búið að ákveða hvar. Og veit ekki hvort hinir klúbbfélagarnir eru búnir að átta sig á að þeir eigi að mæta. Nú ef ég bara mæti með Kleppara/Hrafnistumanninn með mér til Kínafarans fáum við væntanlega bláber og rjóma með handavinnunni og ég spara mér tilkynningaskylduna. (50% af henni)
1 ummæli:
Þið eruð velkomnar til mín í bláber og rjóma, og auðvitað með á prjónunum eða heklunálinni. Reyndar í fryst ber því þau eru öll komin þangað svo þau skemmist ekki. Gáfust upp á að bíða eftir þér.'
Skrifa ummæli