5. ágúst 2004

Árrisul

Mætt við tölvuna klukkan sjö að morgni. Flest er nú hægt. En allt á sína skýringu og ég vaknaði við tvífætta sírenu klukkan hálf sjö. Urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að passa rúmlega þriggja ára þverhaus og hann vaknaði (og vaknaði ekki) ískaldur og blautur í rúminu sínu, setti sírenuna í gang til að vekja mig og sofnaði svo aftur í mínu rúmi þurru og hlýju. Eini gallinn var og er að ég sofnaði ekki aftur. Þurfti endilega að fara aðeins og tékka á bankanum mínum til að athuga ákveðna hluti og úr því að ég er komin á netið þá bara verð ég þar meðan enginn annar er á fótum.
Svo er stytt upp og var sólskin og blíða í gær og stefnir í ágætis veður í dag. Annars eyddi ég deginum á Egilstöðum í gær. (Með sírenuna og systir hans) Fór með móðir mína til nuddara sem gerði tilraun til að koma henni í starfhæft ástand aftur. Hún slysaðist til að prófa vélorfið og slá í smátíma og það kostaði hana 5 daga vöðvabólguhnút og er búin að vera handlama. Kemur í ljós í dag hvort ferðin í Egilstaði borgaði sig.
Var á Neistaflugi laugardag og sunnudag. Á Papaballi á laugardagskvöld í svo troðfullri Egilsbúð að það borgaði sig ekki að standa upp frá borði maður barst þá bara með straumnum og tilviljun réði því hvort og hvenær maður komst að borðinu, nú eða barnum.
Fínt að kanna útihátíðir en þessi Neistaflugskönnun staðfesti það sem mig hefur grunað lengi. Ég er ekki að missa af neitt voðalega miklu.

1 ummæli:

Gíslína sagði...

Hæ, hvernig er á austurlandinu? Ferðu svo ekki að koma þér í Kópavogin aftur erum svei mér þá farin að sakna þín.

Gilla og Ellý