Fríið búið og mætt í vinnuna. Brjálað að gera eins og við var að búast. Misjafnlega samt eftir vinnustöðum. Verð allan daginn í eh vinnunni á fimmtudag og föstudag svo mér er óhætt að bretta upp ermum annarstaðar í dag og á morgun.
Heyrði einhverstaðar að það væri menningarnótt á laugardag. Bjánalegt að hafa nótt á laugardag en það er önnur saga. Þarf að fara á vefsíðuna hjá m.nótt og athuga hvort mig langi til að fara niður í bæ.
Fannst voða gaman að fara í bæinn á menningarnótt þegar hún var minna skipulögð og varð til bara þegar nokkrir aðilar í miðbænum tóku sig saman um að hafa opið lengur þetta kvöld, verslanir, kaffihús og gallerý voru opin og maður rölti um bæinn og datt inn þar sem manni langaði til og var ekki að eltast við neina dagskrá. Svo tók bærinn við að skipuleggja menninguna og það varð til dagskrá sem ég fór að lesa og ákveða að mig langaði til að sjá þetta og hitt en málið var oftast að ég komst ekki að dagskrárliðum fyrir troðningi og vegna þess að maður þarf að skipuleggja tíma sinn með löngum fyrirvara til að ná á hvern stað á réttum tíma.
Gafst fljótlega upp á þvi að vera að eltast við uppákomurnar og sá að það hentaði mér best að rölta bara um bæinn stefnulaust og rekast á skemmtiatriði af tilviljun.
Fór reyndar í skemmtiskokkið í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra og skokkaði nokkra metra. Það kostaði verki í liðamótum í marga daga svo ef ég fer í ár fer ég á hlaupahjóli eða labba þetta bara í rólegheitunum. Hef ekkert heyrt í þeirri sem ákvað i fyrra að við gætum tekið 7 km. í ár og vona að hún sé búin að gleyma öllum áformum um að verða skokkari.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli