21. ágúst 2004

Framboð af afþreyingu

Sit og velti því fyrir mér hvar eigi að byrja á öllu því sem ég get og/eða þarf að gera í dag. Ég meina það er menningarnótt um hábjartan dag 13 stiga hiti og ekki ský á himni og held ég bara líka alveg logn. Dagur til að gera eitthvað. Ætla í bæinn, einhverntima. Ætla að skila tjaldinu og dinunni sem ég er með í láni og kíkja á fósturgarðinn minn í leiðinni. Þarf eiginlega að taka til hjá mér og ryksuga upp moldina sem kötturinn henti niður áðan. Nenni því ekki. Þarf aðeins að heyra í mömmu líka. Hringir hún. Búið.
Er að velta mér upp úr smámunum ,,ætti ég að gera þetta eða hitt taka með mér peysu og dót í bakpoka og vera bara í bænum í allan dag eða koma heim á eftir og .... bla. Eitthvað sem engu máli skiptir og er bara af því ég nenni ekki að standa upp aftur.
Keyrði afkvæmi1 á vinnustaðinn í morgun, hún er í sumarferð austur á Stokkseyri-Eyrarbakka svæðinu. Fór svo í sund á heimleiðinni. Þurfti að losna við vöðvabólguna eftir lesturinn á fimmtudagskv. og í gærkv. Kláraði Paradís eftir Lizu Marklund í gærkv. . Þrælspennandi bók eins og aðrar eftir hana og sögupersónurnar kannski ekki alveg jafn einhæfar og í sumum öðrum spennusögum. En lesturinn eða ölluheldur lestrarstellingin framkallaði auma vöðva og höfuðverk svo ég demdi mér í heitapottinn til að ráða bót á því, synti svo pínulítið og lagðist í sólbað eftir það. Ég í sólbað. Manneskja sem ekki þolir sólböð. Get fáklædd úti í sólskini ef ég hef bók að lesa, handavinnu eða einhvern til að tala við en þarf þá handavinnuna helst líka. En þarna var ég svoooo syfjuð að ég ákvað að leggjast í sólbað og athuga hvort ég næði ekki að sofna.

Lá svo í einn og hálfan tíma og hlustaði á sögur um ,,allt sem fyrir eina manneskju hefur komið á lífsleiðinni". Hlustaði af miklum áhuga (svo lítið bæri á) og stóð sjáfa mig að fordómum gagnvart fólki sem mér finnst fáfrótt og yfirborðskennt.
Dottaði samt annað slagið þegar sólbaðsnágrannar mínir lækkuðu róminn og fór heim í pizzu- og ísafgang í hádeginu.
Þá er ekki hjá því komist að fara að taka ákvörðun um hvernig á að eyða deginum og fyrsta skrefið í því er að slökkva á tölvunni.

Engin ummæli: